Gulrótar Cupcakes með hlynsírópi

Þessar bollakökur eða „cupcakes“ eru bara guðdómlegar. Gulrótarkaka er eitt af því vinsælasta á heimilinu mínu og alltaf klárast hún fljótt. Ein dóttir mín biður líka oft um að fá gulrótarköku sem afmælisköku. Ég fann þessa uppskrift á amerískri síðu en minnkaði aðeins sykurinn í henni sem mér fannst i meira lagi.

 • 140 gr hveiti
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1/2 tsk salt
 • 1 tsk kanil
 • 1/4 tsk múskat
 • 1/2 tsk engifer
 • 150 gr sykur
 • 125 ml olia (ljós)
 • 2 stór egg
 • 3-5 gulrætur

Hitið ofnin i 180 c. Gerið tilbúin 12 cupcake form. Blandið saman hveiti, lyftidufti, salti, kanil, múskat og engifer. Hrærið vel saman sykur og oliu. Hrærið síðan einu eggi i einu saman við blönduna. Bætið síðan þurrefnablöndunni saman við og hrærið vel saman. Blandið síðan að lokum rifnu gulrótunum saman við. Deilið síðan deiginu í þessi 12 form, fyllið cirka 3/4 hvert form. Bakið í 20-25 mín.

 

Leyfið kökunum að kólna áður en kremið er sett á þær

Rjómaostakrem:

 • 225 gr rjómaostur
 • 55 gr ósaltað smjör
 • 200-250 gr flórsykur
 • 25 ml hlynsíróp (maple syrup)

Þeytið vel saman. Setjið kremið í kremsprautu og sprautið á kökurnar. Það er gott að kæla kremið í ísskáp til að þykkja það áður en það er sett á kökurnar.

Deila.