Líf og fjör á Loftinu

Það verður líf og fjör á Loftinu á næstu dögum. Gestabarþjónninn Alexandre Lambert kemur frá Frakklandi og mun töfra fram kokteila á heimsmælikvarða.

Alexandre starfar á barnum Louise á Hótel Francois 1er í bænum Cognac ( koníak )  í Frakklandi og er búinn að skapa sér nafn meðal færustu barþjóna Frakklands og hefur hann unnið til fjölda verðlauna á síðustu árum.

Kokteilaseðill Lamberts verður í gangi frá kl 16  fimmtudags til sunnudags. Sérvaldir kokteilar að hætti Alexandre verða á Happy Hour tilboði á aðeins 1000 kr milli 16 og 19 þessa daga.

Þess má geta að mikið verður um sérinnflutt vín s.s Tequila sem hefur verið látið þroskast á Sauternes eikartunnum frá Chateau d´Yquem, Lillet blanc, Dry Curacao og hinn einstaki líkkjör L´Esprit de Jaune sem er búinn til úr blómunum af vínvið, allt mjög franskt ásamt Camus koníaki og G-vine gini sem er að mestu búið til úr þrúgum frá Cognac.

Svo þegar líða fer á kvöldið verður tónlistin fjörugri og mun til að mynda KGM Soundsystem sjá um tónlistina þegar líður á laugardagskvöldið. Annars tökum við vel á móti öllum sem vilja samgleðjast okkur með tilkomu Alexandre Lambert til Íslands “ Segir Andri Davíð Pétursson Veitingastjóri á Loftinu“ Loftið er staðsett í Austurstræti 9 á annari hæð þar sem Primavera var áður til húsa.

Deila.