Haugen tekur við Aalborg og Gammel Dansk

Síðastliðið sumar undirritaði, Arcus-Gruppen, samning um kaup á vörkumerkjunum, Aalborg, Brondums, Gammel Dansk og Malteser frá Pernod Ricard. Voru þessi kaup liður í þeirra stefnu að byggja upp sterk norræn vörumerki og styrkja vörubreidd sína enn frekar.
Arcus-Gruppen er leiðandi fyrirtæki, í sölu og dreifingu, á léttvíni og sterku áfengi, í Noregi og Svíþjóð. Voru kaupin á Aalborg og Gammel Dansk liður í því að styrkja stöðu fyrirtækisins í Danmörku og Þýskalandi.
Aalborg er stærsta vörumerki Danmerkur í sterku áfengi og er selt víðar í heiminum. Gammel Dansk var fyrst framleitt árið 1964 af De Danske Spritfabrikke (Danish Distillers Ltd.) og er vinsælasti bitter Dana.
Haugen Gruppen hefur annast sölu og dreifingu vörumerkja Arcus-Gruppen á íslenskum markaði og hefur því Haugen Gruppen tekið við þessum vörumerkjum.

Deila.