Kryddkaka

Heit kryddkaka er alltaf sígilt og gott að gæða sér á köldum dögum

  • 3 egg
  • 2 dl sykur
  • 2 1/2 dl hveiti
  • 1 tsk negull
  • 1 tsk kardimommuduft
  • 1 tsk kanill
  • 1 tsk engifer
  • 2 tsk lyftiduft
  • 75 grömm smjör
  • 1 dl vatn.

Hrærið saman eggjum og sykri. Bætið síðan hveitinu út í  og afganginn af þurrefnunum. Bræðið smjör og vatn saman og blandið við deigið.  Hellið deiginu i ílangt form. Bakið í ofni við 175 gráður í 35-45 mín, endanlegur tími fer eftir lengd formsins. Stingið hníf í þar til hann kemur þurr út.

Deila.