Gérard Bertrand Réserve Spéciale Chardonnay 2011

Gérard Bertrand er einhver öflugasti og athyglisverðasti framleiðandi Suður-Frakklands og vínin frá honum er nær undantekningarlaust allar athygli virði. Þetta hvítvín er þar engin undantekning.

Kröftug angan af ferskjum, sítrus, apríkósum og smjöri. Ferskt, skarpt með þægilegum, feitum ávexti, löngu bragði. Svolítið nýjaheimslegt. Reynið t.d. með humarpasta.

2.399 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.