Vina Maipo Vitral Carmenere 2011

Það kom mörgum í opna skjöldu á sínum tíma þegar í ljós kom að stór hluti af því sem vínbændur í Chile töldu vera Merlot væri í raun önnur náskyld Bordeaux-þrúga sem heitir Carmenere. Nú eru Carmenere-vínin hins vegar að öðlast meiri vinsældir en Merlot-vínin.

Svolítið skarpt í nefi í fyrstu, ferskur ávöxtur, dökk ber í bland við blómaangan, fjólur, steinefni og við. Þétt í munni með ágætlega föstum tannínum, hreinum og ferskum ávexti.

1.999 krónur. Góð kaup.

Deila.