Hér er á ferðinni ferskur fiskréttur þar sem fiskurinn sem slíkur fær að njóta sín. Hann er að auki mjög einfaldur að gera og tekur enga stund. Hægt er að skoða fleiri fiskuppskriftir hér.
- 1 vænt flak af þorski
- 500 grömm kirsuberjatómatar (eða einhverjir aðrir smáir tómatar)
- 3 hvítlauksrif
- 3 sítrónur
- 2 lúkur basil
- 3 msk olífuolía
- 1 msk hunang
- salt
- pipar
Stillið ofnin á 250 gráður. Skerið tómatana í tvennt. Skerið hvítlaukinn í litla bita, Rífið börkin utan af sítrónunum. Plokkið blöðin af basilnum. Blandið saman hvítlauknum, sítrónuberkinum, ólíuvolíunni, hunanginu, saltinu og piparnum. Blandið síðan tómötunum og basil saman við. Setjið í eldfast mót.
Saltið og piprið fiskinn vel og leggið ofan á tómatana . Skerið síðan nokkrar þunnar sneiðar af sítrónu (notið sítrónuna sem börkurinn var rifinn af) og leggið ofan á fiskinn .
Bakist í ofni í 15 mín. Borið fram með t.d. búlgur, kúskus (couscous) eða hrísgrjónum.
Með þessu er gott að hafa mjög ferskt og sítrusmikið hvitvín, t.d. ítalska Toskanavínið Le RIme.