Fljótlegt pasta með kjúkling, beikon og basil

þetta er tilvalinn hversdagsréttur, fljótlegur og einfaldur og þar að auki ljúffengur. Tekur um það bil jafnlangan tíma og þarf til að sjóða pastað.

  • 600 g kjúklingabringur eða læri, skorið í litla bita
  • 500 g Tagliatelle
  • 75 g beikon, saxað niður
  • 3-4 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir
  • 2,5 dl rjómi
  • 1 væn lúka basil
  • 1 lúka rifinn ostur, t.d. gratínostur
  • klípa chiliflögur
  • salt og pipar

Sjóðið pasta.

Hitið smá olíu á pönnu og steikið beikon og kjúkling í 3-4  mínútur, bætið þá hvítlauk út á og steikið áram í 2-3 mínútur eða þar til kjúklingabitarnir eru nær eldaðir í gegn. Kryddið með chiliflögum og pipar. Bætið rjómanum út á og lækkið hitann. Látið malla í nokkrar mínútur og leyfið sósunni að þykkna. Undir lokinn er rifna ostinum og basil bætt saman við. Hrærið saman þar til að osturinn hefur bráðnað saman við sósuna. Bragðið til með salti og pipar ef þarf.

 Fleiri pastauppskriftir sjáið þíð með því að smella hér.

Deila.