Vanillusósa

Vanillusósu er auðvelt að gera sjálfur en þær eru frábært meðlæti með mörgum eftirréttum. Vanillusósa er til dæmis góð með eplaköku, allskonar ávaxtabökum eða  súkkulaðikökum með miklu af dökku súkkulaði.

  •  1/2 vanillustöng
  • 3 dl mjólk
  • 1 1/2 dl rjómi
  • 1 dl sykur
  • 1/2 msk kartöflumjöl með 1 msk mjólk
  • 1 eggjarauða

Skerið vanillustöngina í tvennt og skrapið vanillukornin úr stönginni.  Hitið mjólkina , rjómann, vanilluna og sykurinn varlega á pönnu og hrærið í á meðan. Lækkið hitann og leyfið malla á meðan mjólkin er að taka í sig vanillubragðið.  Blandið kartöflumjölinu saman við 1 msk af mjólk og bætið út í og hitið blönduna upp að suðu. Takið af hitanum um leið og suðan fer að koma upp. Bætið eggjarauðunni saman við og pískið vel saman. Pískið þangað til að sósan fer að kólna.

 

 

Deila.