El Coto Blanco 2012

Hvítvínið frá El Coto í Rioja á Spáni hefur tekið stórstígum framtíðum á síðustu árum. Það er núna komið með skrúfutappa og að öllu leyti gert úr þrúgunni Viura, sem er ein af nokkrum mjög athyglisverðum spænskum hvítvínsþrúgum.

Í nefinu er sætur ávöxtur, perur, þroskuð gul epli, melónur og hvít blóm, það er ferskt, ágætlega balanserað og þægilegt. Fínt sem fordrykkur eða með grilluðum fiski, t.d. bleikju.

Og verðið … 1.559 krónur, hvað getur maður sagt. Frábær kaup.

Deila.