Henri Bourgeois Sancerre Les Baronnes 2011

Sauvignon Blanc er löngu orðin alþjóðleg þrúga og við njótum hennar frá jafn fjarlægum slóðum og Marlborough á Nýja-Sjálandi og Leida í Chile. Það er hins vegar í Frakklandi sem að hún „á heima“ og þá ekki síst á víngerðarsvæðum Loire-dalsins á borð við Sancerre.

Þetta Sancerre-vín Henri Bourgeois er klassískt fyrir svæði enda hefur Bourgeois-fjölskyldan framleitt vín á þessum slóðum um tíu kynslóða skeið. Ferskt og svolíti grösugt með angan af suðrænum ávöxtum og sítrus, limebörkur og sítrónusafi. Míneralískt, ferskt nokkuð sýrumikið. Með ostum (t.d. geitaosti) eða fiskréttum þar sem er smá sýra í sósunni.

2.999 krónur.

Deila.