Da Vinci Chianti 2011

Cantine Leonardo da Vinci er vínsamlag bænda í kringum þorpið Vinci á Chianti-svæðinu í Toskana . Þetta er eitt af nútímalegustu vínsamlögum Ítalíu og vínin þeirra svíkja mann sjaldan.

Chianti 2011 er einfaldur og góður Chianti, dökkt með nokkuð djúpri angan af kirsuberjum, krækiberjum, anís, það er síðan í munni sem að vínið kemur hvað mest á óvart, afskaplega þétt, vel uppbyggt með djúpum, léttkrydduðum ávexti, staðföstum en ekki of ágengumt tannínum og góðum ferskleika. Mjög gott matarvín með ítölskum réttum, reynið t.d. með kálfasneiðum „milanese“ eða góðum ítölskum kjötbollum.

2.199 krónur. Góð kaup

Deila.