Trivento Cabernet Sauvignon Reserve 2011

Þetta er kröftugt og fínt rauðvín frá argentínska vínhúsinu Trivento gert úr þrúgum úr héraðinu Mendoza.

Það leynir sér ekki að þetta er Nýja-heimsvín, dökkt á lit, með djúpri, sætri og þroskaðri angan. Í nefinu er lakkrís og dökkt súkkulaði, sultaðar plómur og sólber en líka töluverð vanilla. Ungt, ferskt og þykkt með mjúkum, þægilegum tannínum. Hið fínasta grillvín.

1.899 krónur. Mjög góð kaup.