San Felice Chianti Classico 2009

Agricola San Felice er eitt af helstu vínhúsum Toskana og hér er á ferðinni Chianti Classico vín þeirra, þriggja þrúgna blanda, Sangiovese.

Þetta er vín sem keyrir á fínleika fremur en krafti, sæt angan af kóngabrjóstsykur og þroskuðum kirsuberjum og rifsberjum, fremur létt með þéttri sýru, eikin kemur fremur fram í munni en nefi, mildur viður sem vefst vel saman við vínið. Ágætis matarvín, reynið t.d. með pasta og kjötsósum t.d. ragu-sósu úr lambakjöti.

2.895 krónur.

Deila.