Brauð með rifsberjum og grófum kornum

Þetta er hollt brauð með engu geri, en ger virðist fara  illa í suma.  Ég notaði rifsber í þetta brauð þar sem ég átti frosin rifsber en það er örugglega gott að nota önnur ber líka.  Ég hugsa að ég myndi bæta við rúsínum í næsta skipti. þessi uppskrift passar í 2 form.

  • 150-200 gr frosin rifsber
  • 4 dl hafragrjón
  • 5 dl spelt
  • 1 dl hörfræ
  • 1 dl sesamfræ
  • 1/2 msk sjávarsalt
  • 4 tsk matarsódi
  • 2 msk hunang
  • 8 dl ab mjólk
  • rúsinur

Setjið ofninn á 175 gráður. Smyrjið 2 brauðform. Blandið fyrst öllum þurrefnunum saman. Bætið síðan hunanginu,  ab-mjólkinni og frosnu rifsberjunum saman við. Blandið öllu vel saman með sleif og skiptið deiginu á millli formanna. Dreifið smá hafragrjónum yfir brauðin. Hitið neðarlega í ofni í 80 mín.

Deila.