Grillaðar paprikur

Grillaðar paprikur er hægt að kaupa tilbúnar í dósum í flestum verslunum. Það jafnast samt ekkert á við að grilla sínar eigin paprikur.

Það er hægt að grilla paprikurnar heilar en fljótlegast er að skera þær í tvennt og hreinsa úr þeim að innan. Þær er eru síðan grillaðar á sjóðandi heitu grillinu með skurðhliðina upp þar til að þær eru orðnar vel svartar. Það er misjafnt eftir grillum hvað það tekur langan tíma, en gerið ráð fyrir að minnsta kosti fimm mínútum. Ef þið grillið paprikurnar heilar þarf auðvitað að snúa þeim til að fá þær svartar allan hringinn.

Þegar þær eru tilbúnar þarf að hreinsa af þeim svart hýðið. Það er best að gera með því að setja þær strax og þær koma af grillinu í lokað ílát. Það má t.d. setja þær í skál og loka með plastfilmu eða hitaþolin plastpoka. Hvað best er hins vegar að setja þær í bréfpoka (t.d. eins og bréfpokana sem hægt er að fá í vínbúðunum). Gufan sem kemur af sjóðheitum paprikunum losar hýðið og það verður leikur einn að hreinsa það af.

IMG_1867

Grilluðu paprikurnar eru loks skornar niður. Þær er hægt að nota í salöt, með pasta, á brauð eða sem meðlæti. Gott er að geyma þær með því að setja í krukku ásamt ólífuolíu.

Hér má finna nokkrar uppskriftir þar sem grillaðar paprikur eru notaðar.

Deila.