Einfalt spaghetti grasekkjunnar

Eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta auðveldur spaghettiréttur og maður er enga stund að skella í hann.  Grasekkjunafið er komið til af því að ég varð grasekkja í nokkra daga og nennti  ekki mikið að hafa fyrir matnum eitt kvöldið. Það er gott að vera með litla tómata en þeir gefa gott samþjappað bragð þegar að þeir eru eldaðir.  Ég get alveg mælt með tómötum sem ég prufaði um daginn og heita Piccolo en þeir eru alveg einstaklega sætir. Hef reyndar ekki séð þá í síðustu skipti sem ég hef farið út í búð.

  • 1 pakki spaghetti( ég notaði ekki alveg allt spaghettíið)
  • ólíufuolía
  • 1 pakki kirsuberjartómatar eða piccoli tómatar, skornir í tvennt
  • 3 hvítlauksrif fínsöxuð
  • 1/2 chil fræhreinsaður og fínsaxaður
  • ca 1 lúka furuhnetur
  • basill
  • parmesanostur
  • pipar

Mýkið  hvítlaukinn  og chili  á lágum hita í olífuolíu. Setjið síðan tómatana út í og leyfið þessu að krauma á lágum hita í 10-15 mínútur. Þurrristið furuhneturnar á  pönnu. Blandið síðan tómatmaukinu saman við spaghettíið og síðan furuhnetunum.  Rífið parmesan yfir og skreytið með basiliku

Deila.