Sósan með þessum humar er einstaklega góð og það væri einnig hægt að elda t.d. risarækjur með sama hætti. Við elduðum humarinn á pönnu á grilli en auðvitað er hægt að gera það á venjulegri pönnu líka.
- humar
- 100 g smjör
- 1 dl dökkt romm, t.d. Havana Club 7 Anejos
- 2 msk rifinn engifer
- 1 rauður chilibelgur, fínsaxaður
- 2 hvítlauksgeirar, pressaðir
- salt og pipar
Byrjið á því að bræða smjörið. Blandið engifer, chili, hvítlauk og rommi saman við. Saltið og piprið.
Skerið humarinn. Það má líka taka hann alveg úr skelinni.
Hitið pönnu á grilli. Þegar hún er orðin sjóðheit er rommsmjörið sett á pönnuna og síðan humarinn. Steikið í 1-2 mínútur. Lokið grillinu og leyfið að klárast í um 2 mínútur til viðbótar.
Berið fram með hrísgrjónum, grilluðu baguettebrauði og salati.
Hér þarf ferskt og fínt vín með, Chardonnay frá Nýja heiminum smellur fullkomlega að.