Afmælisleikur Vínóteksins

Vínótekið er að verða fjögurra ára á næstu dögum. Á þessum fjórum árum hafa birst  rúmlega  2100 greinar á vefnum okkar eða að meðaltali ein og hálf á dag. Uppskriftir, víndómar, kokteilar og margvíslegar greinar um matar- og vínmenningu, ferðalög og fleira.

Á hverjum degi eru þúsundir greina lesnar og lesendahópurinn stækkar stöðugt.  Fjöldi flettinga  frá upphafi er talinn í milljónum. Þetta gleður okkur alveg svakalega enda leggjum við líf okkar og sál í þennan vef.

Í tilefni af afmælinu ætlum við að gera okkur aðeins glaðan dag og gefa lesendum síðunnar tækifæri á að vinna sér inn glaðning. næstu fjórar vikurnar. Í fyrstu umferð ætlum við gefa tvennu  frá Toskana á Ítalíu. Annars vegar hvítvínið Ser Piero Chardonnay og hins vegar rauðvínið Vinci Chianti. Tveir lesendur munu fá sitt hvora flöskuna næstkomandi fimmtudag.

Hefur þú áhuga? Ekkert mál. Deildu uppáhaldsuppskriftinni þinni, uppáhaldskökunni eða uppáhaldsvíninu eða kokteilnum úr greinasafninu okkar á Facebook-síðu Vínóteksins og láttu okkur vita með því að kvitta fyrir hér að neðan.

 

Deila.