Saint Clair Vicar’s Choice Sauvignon Blanc 2012

Það er eitthvað við Sauvignon Blanc frá Nýja-Sjálandi sem bara heillar. Hann er svo ferskur, ágengur og unaðslegur. Sætur en ekki væmin. Ferskur en aldrei of sýrumikill. Vicar’s Choice 2012 er fölt á lit, grösugt og grænt í nefi með sætum aspas, lyché og grænum berjum. Nýslegið gras og hitabeltisávextir, og jú þessi klassísku stikilsber. Unaðslegt vín. Sem fordrykkur eða með grilluðum humar, sushi eða risarækjum, ekki síst ef smá „suðrænn“ fílingur er í matnum.

2.449 krónur. Góð kaup

Deila.