Pasqua Prosecco Treviso

Ítölsku freyðivínin frá Prosecco-svæðinu eru ansi vinsæl enda alla jafna á góðu verði miðað við gæði. Þetta er nokkuð þurr Prosecco frá Pasqua, Extra Dry án þess að fara alla leið yfir í Brut. Ljóst, með svolítið grösugri angan á bak við ferskjur og græn epli og perur. Freyðir þægilega, milt með ferskri sýru. Hið ágætasta freyðivín.

1.895 krónur. Góð kaup.

Deila.