Paprikukartöflur með parmesan

Þessar ofnbökuðu kartöflur með papriku, hvítlauk og parmesan eru einstaklega gott meðlæti með grillmatnum.

  • 800 g kartöflur, skornar í teninga
  • 2 pressaðir hvítlauksgeirar
  • 1 msk paprika
  • safi úr 1/2 sítrónu
  • 50 g rifinn parmesanostur
  • 1/2 dl ólífuolía
  • salt og pipar

Skerið kartöflurnar í teninga. Blandið saman ólífuolíu, sítrónusafa, paprikukryddi og parmesanosti. Setjið kratöflurnar í ofnfast fat og veltið upp úr blöndunni. Saltið vel og piprið.

Eldið við 220 gráður í um 30 mínútur.

Deila.