Laurent Miquel Nord Sud Syrah 2011

Laurent Miquel er framleiðandi í Languedoc í Suður-Frakklandi þar sem Miquel-fjölskyldan hefur stundað vínrækt í eina átta kynslóðir.

Þetta er ávaxtaríkur og þægilegur Suður-Frakki. Dökk ber ríkjandi í nefi, sólber, krækiber og bláber, þetta er þykkur og sætur berjamassi, góður ávöxtur heldur áfram í munni, léttkryddaður og mjúkur. Hentar vel með Miðjarðarhafsréttum, þar sem notaðar eru tómatar, kryddjurtir og ólífur. Hvers vegna ekki t.d. lambafile að hætti Suður-Frakka.

2.690 kronur. Sérpöntun.

Deila.