Gómsætt guacamole

Þessi mexíkóski smáréttur er tilvalinn  sem forréttur/ídýfa í veislu eða sem meðlæti með mexíkóskum réttum. Við höfum áður verið með upp uppskrift af guacamole en gerum það hér með svolítið öðruvísi hætti.

  • 2 þroskaðar lárperur (avocado)
  • 2 pressaðir hvítlauksgeirar
  • 1 lítill rauðlaukur
  • 1 rauður chili fræhreinsaður
  • safi af 1/2 lime
  • 1 tsk tacosósa eða sambal olek
  • pipar
  • salt

Skerið lárperurnar í tvennt og takið steininn úr með skeið. Afhýðið lárperurnar og maukið  gróft með gaffli Bætið síðan hinum hráefnum út í og hrærið saman.

Deila.