Spænskt chorizo-pasta

Pasta er eitthvað sem að við tengjum yfirleitt við ítalska matargerð. Hér eru það hins vegar spænsku áhrifin sem eru allsráðandi en uppskriftina fundum við á lista yfir „bestu pasta-uppskriftir í heimi“. Og það verður að segjast eins og er að góð er hún.

  • 500 g chorizo-pylsa, skornar í bita
  • 500 g kjúklingalæri, úrbeinuð, skorin í bita
  • 1 laukur, saxaður
  • 3-4 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir
  • 2 msk paprikuduft
  • 2,5 dl hvítvín
  • 5 dl tómatamauk
  • 1 msk kjúklingakraftur
  • 1 væn lúka söxuð steinselja, helst flatlaufa
  • 1 klípa saffran

Hitið chorizo pylsurnar á pönnu  í cirka  5-10 mínútur eða þar til þær fara að brúnast og hrærið stöðugt í á meðan. Bætið síðan við lauk og hvítlauk og leyfið að malla í 10 mínútur í viðbót og hrærið í við og við.  Dreifið paprikuduftinu yfir þetta allt saman og setjið síðan kjúklinginn, salt og pipar við og hrærið saman. Bætið hvítvíninu út i og hækkið hitann. Leyfið þessu að eldast í cirka 8 mín eða þar til vínið hefur minnkað um þriðjung. Blandið að lokum tómötunum, kjúklingakraftinum, steinseljunni og saffran saman við og leyfið að malla á lágum hita í rúmlega 1 klukkutíma.

Deila.