Spier Merlot 2011

Spier er ein af nýjustu viðbótunum frá Suður-Afríku í vínúrvalinu hér á landi, gamalgróið vínhúsið skammt frá Stellenbosch, sem hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga á síðustu árum.

Þetta Merlot-vín frá Spier vakti nokkra athygli hjá okkur, virkilega vel gert vín og frambærilegt. Ávöxturinn er dökkur, heitur án þess að vera yfirþroskaður, plómur og dökk ber ríkjandi, smá sveskja, mild krydd, smá jörð, all fágað. Í munni er ávöxturinn þéttur í sér, tannín mjúk og vínið vel balanserað. Með t.d. grilluðu nautakjöti.

2.612 krónur. Góð kaup.

Deila.