Sumarleikur fyrir saumaklúbba

Það er komið sumar og við höfum því ákveðið að bregða á smá leik. Að þessu sinni ætlum við að gefa saumaklúbbum landsins kost á að taka þátt og eiga möguleika á að vinna tvær flöskur af Riunite Lambrusco í næsta saumaklúbb.

Lambrusco er ekki hérað heldur þrúga og eru vín úr henni framleidd í fimm vínhéruðum Ítalíu, fjögur þeirra eru í Emilia-Romagna og eitt í Lombardy. Það sem gerir Lambrusco-vínin sérstök er að þau eru léttfreyðandi eða það sem Ítalar kalla frizzante. Þetta eru sannkölluð sumarvín sem ber að bera fram kæld.

Riunite varð til á sjöunda áratugnum er nokkrir framleiðendur í Emilia-Romagna tóku höndum saman og mynduðu vínsamlagið Cantina Cooperative Riunite. Það var hins vegar vestanhafs sem að Riunite-vínin fóru á flug undir stórn Marinara-fjölskyldunnar. Á fyrri hluta áttunda áratugarins var Riunite orðið mest selda, innflutta vín Bandaríkjanna og árið 1985 var slegið met sem enn stendur óhaggað þegar 11,5 milljónir kassa af Riunite seldust í Bandaríkjunum. Tekjurnar af allri þessari sölu notaði Marinara-fjölskyldan meðal annars til mikilla fjárfestinga í ítölskum víniðnaði þar sem hún  festi kaup á Castello Banfi á Brunello-svæðinu í Toskana og hefur byggt upp Banfi, sem eitt af helstu vínhúsum þess svæðis.

Riunite hefur líka verið vinsælt hér á landi og er nú á lækkuðu verði í vínbúðunum.

Eina sem að þið þurfið að gera til að eiga kost á að vinna er að deila og láta vita með kommenti hér fyrir neðan af því að þið hefðuð áhuga á að fá tvær flöskur af Riunite fyrir næsta saumaklúbb.

Við drógum út 6. júlí og það var nafn INGIBJARGAR HINRIKSDÓTTUR sem kom upp úr pottinum.

Deila.