Montes Twins Malbec Cabernet 2011

Tvíburarnir eru eitt af nýjustu vínunum frá víngerðarmanninum Aurelio Montes en þessi þekktasti víngerðarmaður Suður-Ameríku var á ferð hér á landi síðastliðið haust .Viðtal okkar við hann sem tekið var af því tilefni  má sjá hér.

En tvíburarnir í þessu tilviki eru þrúgurnar Malbec og Cabernet sem skipta jafnt með sér sviðinu í þessu 50%/50% blöndu. Þrúgur sem bæta hvor aðra vel upp, Cabernet hefur styrkinn en Malbec mýktina. Það er ekki oft sem að Cabernet er víkjandi en það er eiginlega raunin hér – það er Malbec sem ræður ferðinni sem sterkari tvíburinn, og það er ekkert endilega slæmt. Dökkt, plóma, sólberjasulta, viður í nefi, all kryddað, í munni berjamikið, þó nokkur sýra, kröftugt, ferskt og mjög þurrt. Hörkuvín frá Montes.

2.199 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.