Paprikupestó

Þetta ljúffenga paprikupestó má nota á margvíslegan hátt. Það er hægt að bera fram sem ídýfu, sem sósu með t.d. grilluðum fiski eða sem pastasósu.

  • 1 dós grillaðar paprikur
  • 1 lúka furuhnetur
  • 75 g parmesan
  • 3 hvítlauksrif
  • salt og pipar

Byrjið á því að mauka parmesan og furuhnetur saman í matvinnsluvél. Bætið hvítlauk og paprikunum, ásamt olíunni úr dósinni saman við. Maukið vel saman. Bragðið til með salti og pipar.

Deila.