Capitel della Crosara Valpolicella Ripasso 2011

Ripasso er víngerðaraðferð í Veneto sem felst í því að þrúgumassanum, sem verður eftir við framleiðslu á Amarone-vínum, er blandað saman við Valpolicella-vín og gerjunin látin fara í gang á nýjan leik. Þetta Ripasso-vín frá vínhúsinu Giacomo Montresor er frá Valpolicella-svæðinu, angan dimm, reykfyllt og krydduð, lauf, rósir og þroskaðar plómur, vottur af púðursykur. Þokkaleg þykkt, þurrt með nokkurri sýru, sem gerir þetta að ágætu matarvíni, þótt það hafi ekki sömu dýpt og Valpolicella Classico-vínin frá sama héraði. Gefið smá tíma til að opna sig.

2.369 krónur. Góð kaup.

Deila.