Það er auðvitað alltaf gaman að gera nýjar uppskriftir af kökum en einstaka sinnum kemur upp þörfin til að sækja í gamlar og margreyndar uppskriftir. Þetta er gamaldags peruterta og uppskriftin hefur verið notuð af íslenskum húsmæðrum um árabil.
- 4 egg
- 175 grömm sykur
- 50 gr.hveiti
- 50.gr.kartöflumjöl
- 1 tsk lyftiduft
Krem:
- 2 eggjarauður
- 2 msk sykur
- 50 gr.suðusúkkulaði
- 1/4 lítri rjómi
- 1 dós niðursoðnar perur
- 1/2 lítri rjómi til skreytingar
Egg og sykur þeytt vel saman. Þurrefnum blandað saman og hrært varlega út í eggjablönduna. Sett í 2x 22 cm lausbotna form. Bakað við 200 °C í allt að 30 mínútur.
Eggjarauður og sykur þeytt vel saman. Súkkulaðið brætt, kælt aðeins og bætt síðan út í .Rjómnni þeyttur og bætt saman við.
Samsetning:
Bleytið annan botninn með perusafanum úr dósinni, það þarf cirka 1 dl eða jafnvel meira, allt eftir smekk. Saxið niður perurnar og dreifið yfir botninn. Setjið súkkulaðikremið yfir og síðan hinn botninn. Skreytið með rjóma og perum