Trimbach Riesling 2010

Riesling-vínin frá Alsace eru þurrari en þau þýsku og afskaplega góð matarvín. Trimbach er með bestu framleiðendum héraðsins og þetta vín er hreinasta afbragð.

Það sem einkennir það ekki síst er unaðslegt jafnvægi, það er þurrt en það er sæta í ávextinum og jafnvel örlítill vottur af botrytis-einkennum í nefi. Sítrus er ríkjandi, sítróna og sætur greipávöxtur, míneralískt, byrjandi þroski. Öflugt og ávaxtaríkt í munni, góð sýra. Frábært matarvín.

2.698 krónur. Frábær kaup.

Deila.