Montresor Valpolicella 2012

Valpolicella er vínhérað í norðurhluta Ítalíu, í kringum borgina Verona þar sem framleitt er gífurlegt magn af víni í mismunandi gæðaflokkum, allt frá léttum Valpolicella upp í þung og mikil Amarone-vín.

Montresor Valpolicella er um flest dæmigert Valpolicella aðgengilegt og auðdrekkanlegt rauðvín frá þessu ágæta héraði, fersk og sæt kirsuber í nefi, trönuberja- og blómaangan, mjúkt með smá votti af kryddjurtum. Fínasta matarvín með ítölskum réttum, að maður minnist nú ekki á borð við pastarétti á borð við þennan.

1.999 krónur. Góð kaup.