Los Condes Gran Seleccion 2005

Allir hafa sína fordóma og það verður að segjast eins og er að þessi flaska vekur upp hughrif um svolítið „gamaldags“ spænskt vín. Dökkur, illlesanlegur miði og járnvír utan um flöskuna. Innihaldið kemur hins skemmtilega á óvart (rétt eins og 2001 árgangurinn á sínum tíma)  og er mun nútímalegara og sprækara en útlitið gefur til kynna .Það kemur frá Pla de Bages, sem er lítið vínræktarsvæði í norðurhluta Katalóníu á Spáni, blanda úr þrúgunum Tempranillo og Cabernet Sauvignon.

Þetta er átta ára gamalt vín.  Það er kominn þroski í litinn, vínið hins vegar virkilega lifandi og bjartara en maður á von á og engin ellimerki á því. Þægilegur kryddaður ávöxtur, kirsuber, kaffi, mjólkursúkkulaði áberandi eik,, mjúkt en með lifandi sýru í munni. Prýðilegasta vín, gott matarvín, fínt nautakjötsvín.

1.999 krónur. Góð kaup.

Deila.