Pizza með kartöflum, rósmarín og salvíu

Sumir hunsa kolvetni. Aðrir bæta kolvetni á kolvetni. Pasta og kartöflur eru dæmi um það og sömuleiðis pizza með kartöflum. Haustið er tími kartöfluuppskerunnar og það er frábært að nota nýjar íslenskar kartöflur í þessa uppskrift.

  • 1 skammtur pizzadeig
  • 1-2 mozzarellakúlur
  • parmesanostur
  • 300-350 g kartöflur, skornar í þunnar sneiðar
  • 1 lúka söxuð fersk salvía
  • 1/2 lúka saxað ferskt rósmarín
  • 2-3 pressuð hvítlauksrif
  • chiliflögur
  • ólífuolía
  • salt og pipar

Gerið pizzadeig.

Skerið kartöflurnar í þunnar sneiðar. Steikið í olíu á pönnu þar til að þær eru orðnar mjúkar, kannski 6-8 mínútur. Saltið og piprið. Bætið hvítlauknum og chiliflögunum saman við í lokin.

Fletjið pizzadeigið út. Dreifið kartöfluskífunum yfir deigið. Skerið mozzarellakúlur í þunnar sneiðar og dreifið yfir. Sáldrið rósmarín og salvíu yfir. Rífið parmesanost gróft yfir.

Eldið í ofni við hæsta hita (250 gráður) eða á grilli þar til botninn er stökkur og osturinn hefur bráðnað. Gott er að nota pizzastein, hvort sem er á grillinu eða í ofninum.

Sjáið allar pizzauppskriftir hér

Deila.