Asískar fiskbollur með kókos-chilisósu

Fiskbollur voru lengi vel leið til að nýta afskurð eða þá lítt spennandi fyrirbæri úr niðursuðudós. Rétt eins og með kjötbollur er hins vegar lítið mál að gera ljúffenga sælkeramáltíð úr fiskbollum. Hér er til dæmis farin sú leið að nota krydd og hráefni sem eru algeng í asíska eldhúsinu, s.s. chili, kóríander og kókos.

 • 600 g fiskihakk (þorskur/ýsa)
 • 1 væn lúka af fínt söxuðum kóríander
 • 1 gul paprika
 • 1 rauður chilibelgur
 • 1 egg
 • 3 pressaðir hvítlauksgeirar
 • 2-3 msk kartöflumjöl
 • salt og pipar

Hakkið fiskinn (eða notið tilbúið hakk). Saxið chilibelginn og paprikuna fínt. Fínsaxið kóríander. Blandið öllu saman. Ef hakkið er enn blautt má bæta við smá kartöflumjöli til viðbótar. Mótið litlar bollur.

Hitið olíu á pönnu og steikið bollurnar í 8-10 mínútur eða þær eru fulleldaðar. Tíminn ræðst auðvitað af því hvað bollurnar ykkar eru stórar.

Kókos-Chilisósa

 • 1 dós kókosmjólk (ca 4 dl)
 • 1 vænt bún fínt saxaður kóríander
 • 4 msk Sweet Chili Sauce
 • 2 msk fiskisósa (Thai Fish Sauce)
 • safi úr 1/2 lime

Setjið í lítinn pott. Hitið upp að suðu og leyfið að malla og þykkna í smástund.

Berið fram með jasmíngrjónum og góðu salati. Hvítvín frá Alsace er fullkomið með, t.d. Trimbach Riesling.

Deila.