Era Sangiovese 2011

Era Sangiovese er lífrænt ræktað rauðvín frá héraðinu Le Marche á austurströnd Ítalíu. Sangiovese er ekki ein af meginþrúgum Marche og þetta vín minnir ef eitthvað er á einfaldan og góðan Chianti.

Ágætlega djúpur litur, angan af plómum, sætum kirsuberjum, tóbakslauf. Ágætis fylling í munni, þétt sýra og kryddað. Hið þokkalegasta matarvín með t.d. pastaréttum.

1.899 krónur. Góð kaup.

Deila.