Fjólumojito

Óskar Axel Óskarsson barþjónn á Kopar setti saman þennan Fjólumojito fyrir okkur en það er einn af vinsælli drykkjunum á kokteillista Kopars.

  • 8-10 myntulauf
  • 3 cl lime (eða 3-4 limebátar)
  • 2 brómber
  • dass af kardimommu
  • 2 msk berjapúrra
  • 4 cl Havana Club romm
  • 7-Up
  • klaki

Möddlið saman í glasi  myntu, lime og brómber. Bætið berjapúrru (þykk berjasulta) saman við ásamt kardimommu og rommi og hrærið saman. Fyllið glasið með klaka og toppið upp með 7-Up. Hrærið saman og setjið mulinn klaka ofan á. Skreytt með þurrkuðum fjólum og myntu.

Deila.