Vidal-Fleury Cotes du Rhone 2011

Vínhúsið Vidal-Fleury á sér langa sögu í Rhone, þetta er gamalgróinn framleiðandi sem hefur gengið í mikla endurnýjun á síðustu árum eftir að Guigal-fjölskyldan festi kaup á því. Víngerðin er nú með þeim nútímalegustu í þorpinu Ampuis og stíllinn sömuleiðis.

Cotes-du-Rhone eru vín frá syðri hluta Rhone, það er Grenache-þrúgan sem er ríkjandi, blönduð Syrah, Mourvédre og Carignan. Dökkt, ungt, nefið enn lokað, þétt, samþjappað, dökkt. rauð ber, töluvert kryddað, ferskt í munni með þykkum, sýrumiklum ávexti og mjög mjúkum tannínum.

2.590 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.