Coto de Imaz Gran Reserva 2004

Árgangurinn 2004 í Rioja var einn af betri árgöngum síðustu áratuga, að sumra mati sá besti þó að það hafi ekki verið alveg ljóst frá upphafi. En árgangurinn hefur bara vaxið og vaxið og 2004 vínin fyrir löngu sýnt og sannað hversu mögnuð þau eru. Langhlauparar.

Þessi Gran Reserva frá Coto er glæsileg, farin að sýna örlítinn þroska í litnum, en þó ekki mikinn, í neif er vínið kjötmikið, reykt, djúpur og þroskaður ávöxtur, dökkur, kryddaður, í munni langt, mjúkt en þó enn með kröftug og staðföst tannín, sem halda vel utan um vínið. Hrikalega flott matarvín, sem heldur áfram og áfram. Reynið með nautalund Wellington.

3.499 krónur. Frábær kaup.

Deila.