Codorniu Clasico Semi Seco

Spænsku Cava-freyðivínin frá Pénedes eru alla jafna örugg kaup þegar kemur að freyðivínum enda fá freyðivín sem ná sama hlutfalli verðs og gæða og Cava.

Þetta er vel gert freyðivín frá Codorniu, Semi-Seco, sætara en Brut en þá langt í frá þannig að sætan verði of áberandi eða truflandi. Mild epla- og peruangan,  örlítið ristað brauð, ávöxturinn þægilega sætur og næg sýra til að gefa víninu ferskleika.

1.999 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.