Montes Twins 2012

Tviburarnir eða Twins frá Montes eru tvær megin rauðvínsþrúgur Suður-Ameríku, Cabernet Sauvignon og Malbec. Sú síðarnefnda er raunar aðallega tengd við Argentínu en í þessu víni blandar Aurelio Montes þær saman á skemmtilegan hátt og í jöfnum hlutföllum. Þetta er annar árgangurinn af Montes Twins – í 2011 fannst mér Malbec hafa yfirhöndina af tvíburunum, hér er það hins vegar Cabernet sem er ríkjandi tvíburinn.

Dökkt, ungur svartur berjaávöxtur, sólber og krækiber leður, þétt og kröftugt, tannískt en mjúkt. Vín sem rífur í til að byrja með, gefið því tíma til að opna sig. Þetta er mikið vín fyrir peninginn.

2.199 krónur. Frábær kaup.

Deila.