Ákavíti leynir á sér. Það er ekki bara hægt að nota með síldinni heldur einnig í kokteila eins og í þessum martinidrykk frá Kopar sem að Óskar Axel hristi saman. Það er alveg óhætt líka að nota aðeins meiri sultu.
- 4 cl O.P. Anderson ákavíti
- 3 vænar skeiðar af sólberjasultu
- 3 cl sítrónusafi
Setjið í hristara ásamt klaka. Hristið vel saman og síið í Martini-glas.