Grísakótilettur í einfaldri hvítvínssósu

Einföld sósa með hvítvíni, steinselju og frönsku Dijon-sinnepi gefur grísakótilettunum franskt yfirbragð í þessari fljótlegu og einföldu uppskrift.

  • grísaskótilettur
  • 2 dl hvítvín
  • 2 msk flatlaufa steinselja, söxuð mjög fínt
  • 1 msk Dijon sinnep
  • 25 g smjör
  • ólífuolía
  • salt og pipar

Hitið ofninn í 200 gráður.

Hitið pönnu í 2-3 mínútur. Þegar hún er orðin mjög heit er olíu hellt á pönnuna og kótiletturnar síðan settar á pönnuna. Steikið í um það bil þrjár mínútur á annarri hlið. Snúið þá kótilettunum við og setjið pönnuna strax inn í ofn. Eldið í ofninum í um 8 mínútur.

Takið pönnuna úr ofninum. Setjið kótiletturnar á fat og haldið heitum með því að setja álpappír yfir. Setjið pönnuna aftur á eldavéilina og hellið hvítvíinu á pönnuna. Hreinsið skófarnar upp með sleif. Leyfið víninu að sjóða níður um helming og bætið síðan smjörinu saman við í 2-3 skömmtum. Þegar sósan er að þykkjast er sinnepinu og steinseljunni hrært saman við. Bragðið til með salti og pipar og berið fram.

Það er gott að hafa t.d. smjörsteiktar kartöflur og gulrætur með.

Deila.