Emilio Moro 2010

Emilio Moro sem hefur aðsetur í smáþorpinu Pesquera er eitt af helstu vínhúsunum í Ribera del Duero, einhverju besta rauðvínshéraði Spánverja. Vínþrúgan í Ribera heitir Tinto Fino og er í raun sú sama og víða annars staðar, t.d. í Rioja, er nefnd Tempranillo.

Ribera eru alla jafna mikil vín, þung, dökk og öflug og þetta er engin undantekning. Dökkt með dökkum, sætum krækiberja og bláberjaávexti, töluvert eikað, vanilla og sedrusviður áberandi í nefi, kryddað, mokkakaffi. Þétt, djúpt og öflugt í munni, það er hins vegar mjúkt, tannínin þroskuð þrátt fyrir að vera aflmikil, vínið með flottan og góðan strúktúr. Geymið í einhver ár eða njótið núna og umhellið.

Þess má geta að „litli bróðir“ þessa víns sem heitir Finca Resalso var það vín sem valið var bestu rauðvínskaupin hjá okkur 2013. Um það má lesa með því að smella hér.

3.499 krónur. Frábær kaup.

Deila.