Matarmarkaður í mars

Matarmarkaður Búrsins var haldin í annað skipti fyrir jól og þá í Hörpu. Vegna gríðarlegar eftirspurnar  ætlar ljúfmetisverslunin Búrið að bjóða bændum, framleiðendum og neytendum oftar upp á að útvega sér gómsæta gæðafæðu beint frá býli.
Næsti markaður er fyrstu helgina í mars og munu ljúfir tónar ljúfmetis fylla jarðhæð Hörpu og bjóða bragðlaukum viðstaddra upp í seiðandi dans.
Matarmarkaðir Búrsins eru stærstu matarmarkaðir hér á landi. Jólamarkaðuinn sem haldinn var í desember fór langt fram úr björtustu vonum aðstandenda og er talið að um sextán þúsund matgæðingar hafi lagt leið sína í Hörpu þá helgi.
IMG_4109
Næsti markaður verður helgina 1-2 mars og  að venju verða fjölmargir framleiðendur á staðnum að kynna og selja framleiðslu sína beint. Meðal þess sem verður á boðstólum til að gleðja munn og maga er mjólk, grafið ærfille, nauta-, lamba- og hrossakjöt,  vistvænt kjöt af hamingjusömum svínum , brjóstsykur, bollur, allskonar te úr íslenskri náttúru, sölt af öllum gerðum og litum, sultur, brauð, pestó, grænmetispylsur, kaffi, hummus, reyktur laukur, hrökkkex, súkkulaði, repjuolía, reyktur makríll, heitreykt hrogn, pylsur, salami, humarsúpa og soð, kartöflukonfekt og ýmiskonar ljúffeng saft verður boðið til smakks og kaups svo eitthvað sé nefnt.

Einkunarorð markaðarins eru uppruni, umhyggja og upplifun

Deila.