Pares Balta Mas Petit 2010

Mas Petit er lífrænt ræktað rauðvín frá hinu frábæra vínhúsi Pares Balta í Pénedes í Katalóníu á Spáni, blanda úr þrúgunum Garnacha og Cabernet Sauvignon.

Dökkrautt á lit, í nefi kirsuber, rifsber, mild krydd og látlaus eik sem umvefur vínið með þægilegri vanillu. Þetta er ekki vín í hinum þunga og mikla stíl spænsku rauðvínanna frá hinum sólbökuðu ekrum uppi á hásléttunni, heldur vín í Miðjarðarhafsstílnum, með þægilegri ferskri sýru í bland við þurran ávöxtinn sem gefur víninu líf. Vandað eins og allt sem frá þessu frábæra vínhúsi kemur.

2.499 krónur. Góð kaup.

Deila.