Cune Reserva 2009

Cune er með elstu – raunar næstelsta – vínhúsum Rioja. Vínin hafa ávallt verið traust og á síðustu árum hefur vínhúsið verið að færa sig enn frekar upp á skaptið. Árgangurinn 2009 var góður í Rioja, ekki síst í Rioja Alta, langt, heitt sumar og þurrt haust. Það sést á þessu víni.

Þetta er glæsileg Reserva, vínið mjög eikað, það fyrsta sem mætir manni í nefi er vanilla, púðursykur og kaffi,  þar undirdökkur, þroskaður berjasafi, jörð. Þykkt í munni, silkimjúkt og rjómakennt, mjúk og flott tannín. Langt, góð fylling. Vín fyrir rautt kjöt, naut, lamb og jafnvel hreindýr.

2.999 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.