Arrogant Frog Cabernet Merlot 2012

Hrokafulli froskurinn eða Arrogant Frog er vínlína frá suður-franska vínhúsinu Paul Mas sem er fyrst og fremst stíluð inn á engilsaxneska markaðinn, ekki síst hinn bandaríska.

Þetta er sólríkt og mjúkt suður-franskt rauðvín, þroskaður, dökkur ávöxtur, plómur, heitt og nokkuð kryddað, timjan og vanilla. Þykkt og safaríkt í munni, með sætum, krydduðum ávexti, mjög mjúk tannín.

2.350 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.