Guðný bloggar: Súperhollar pönnukökur

Finnst fátt eins dásamlegt og að búa til lítið brunch hlaðborð um helgar, þá finnst mér ómissandi að setja í þessar pönnsur. Stemmningin er frábær!
Þessar ofur-hollu pönnukökur eru fullkomnar til að tríta sig um helgar 😉 Ótrúleg einfaldar og kitla bragðlaukana

  • 340 ml gróft spelt
  • 2 tsk. vínsteinslyftiduft
  • 1/4 tsk salt
  • 1 tsk kanill
  • 2 egg
  • 2 msk. kókosolía
  • 2 msk. akasíuhunang
  • 250 ml möndlumjólk

Aðferð
1. Setjið kókosolíu á pönnu og stillið á hæðsta hita.
2. Blandið öllum þurrefnum vel saman.
3. Bætið við egg, olíu, mjólk og hunangi, hrærið þessu vel saman. Ég nota písk.
4. Lækkið aðeins hitann og setjið deigið á pönnu með lítilli ausu.

Berðu þessar elskur fram með hlynsírópi, smjöri, ferskum ávöxtum eða hverju sem huganum þínum lystir.

Njóttu í botn!!

Deila.